miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lengi lifir í gömlum glæðum

13. mars 2012 kl. 13:45

Töru-Glóð frá Kjartansstöðum er af yngri kynslóð Kjartansstaða gæðinga sem nú eru að koma upp.

Molar á Kjartansstöðum

Hrossaræktin á Kjartansstöðum er síður en svo liðin undir lok, þótt tamningar og sýningar hafi ekki verið með sama krafti og áður um nokkurt skeið. Nú eru þar hins vegar tveir starfandi tamningamenn, Ingólfur Þorvaldsson, sonur Þorvaldar Sveinssonar á Kjartansstöðum, og Matthías Leó Matthíasson. Ekki er að spyrja að því að þegar farið er að róta í gömlum glæðum þá koma blossar. Dæmi um einn slíkan er Töru-Glóð frá Kjartansstöðum, undan Dyni frá Hvammi og Töru frá Kjartansstöðum, Ternudóttur og Gusts frá Sauðárkróki. Sannarlega bargðmikill moli eins og sjá má á þessu myndbandi. Knapi er Matthías. Eftirtektarvert er hve hryssan er vel tamin og taumlétt. Svona á að ríða við stangir!