laugardagur, 23. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lengi er von á einum

6. desember 2011 kl. 10:07

Dagur frá Strandarhöfði á Íslandsmóti 2010, knapi Stefán Friðgeirsson.

Gandur undan Skör frá Skjálg

Í frétt um endurheimta reisn og æru Dags frá Strandarhöfði, sem eignaðist nýjan pabba í gær, segir að Gandur frá Skjálg sé undan Yrsu frá Skjálg. Sem er að sjálfsögðu ekki rétt. Hann er undan Skör frá Skjálg og bróðir Yrsu, sem er aftur móðir Arons frá Strandarhöfði og fleiri gæðinga. Þótt flestir sem fylgjast með hrossarækt hafi án efa áttað sig á þessari misritun eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar. Sérstaklega Dagur, nóg var nú samt!