laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lengdur skráningarfrestur

25. febrúar 2014 kl. 09:46

GDLH

GDLH minnir á ný- og landsdómarapróf fyrir gæðingadómara!

Stjórn og fræðslunefnd GDLH auglýsir lengri skráningarfrest fyrir Ný- og Landsdómarapróf, en skráningafrestur fyrir bæði próf er 3. mars næstkomandi.

Nýdómarapróf gæðingadómara mun fara fram helgina 14.-16 mars og dagana 23.-24. apríl. Skráningagjald er kr. 65.000.
Landsdómarapróf gæðingadómara mun fara fram helgina 14.-16 mars. Skráningargjald er kr. 45.000 kr.

Stjórn GDLH minnir hugsanlega þátttakendur á að mörg hestamannafélög styðja við þátttöku félagsmanna á dómaranámskeiðum og hvetjum við þátttakendur til að skoða slíka möguleika.

Skráning á bæði námskeið fer fram í gegnum netfangið stjorngdlh@gmail.com. Staðfestingagjald fyrir bæði námskeið er 25.000 kr. og skal greiðast inn á eftirfarandi reikning eigi síðar en 3. mars næstkomandi:

Bankaupplýsingar: 0526-26-42110
kt: 421008-0940