miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Leiðin að mýkt og léttleika

4. apríl 2014 kl. 13:30

Sjöfn Sæmundsdóttir

Kynning á Sjöfn

Leiðin að mýkt og léttleika - Boðið verður uppá sýnikennslu fyrir almenning í reiðhöllinni í Borgarnesi sunnudaginn 6 apríl kl: 18. Þrír útskrifaðir reiðkennarar frá Háskólanum á Hólum munu sýna leiðina að mýkt og léttleika, þær Christina Mai, Sina Scholz og Sjöfn Sæmundsdóttir.

Hér fáum við að kynnast Sjöfn meira:

Sjöfn Sæmundsdóttir er fædd og uppalin í Lindarholti í Dölum. Hún hefur stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini, byrjaði að stunda tamningar af alvöru á unglingsaldri, vann við tamningar á sumrin og meðfram skóla þess á milli. Árið 2005 hóf hún nám við Háskólann að Hólum í Hjaltadal. Var í verknámi hjá Olil Amble og Bergi Jónssyni á Selfossi og hóf svo störf hjá Gunnari Dungal og Þórdísi Öldu í Dallandi. Árið 2011 flutti hún til Noregs og vann þar við þjálfun og kennslu. Sjöfn útskrifaðist síðan vorið 2013 með reiðkennararéttindi C frá Hólaskóla. Hún starfar núna við tamningar og þjálfun í Þorlákshöfn og sinnir reiðkennslu samhliða. Þar er hún og kærasti hennar að byggja hesthús þar sem Sjöfn ætlar að opna reiðskóla.