miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Leiðin að mýkt og léttleika

4. apríl 2014 kl. 10:37

Christina Mai

Kynning á Christinu Mai

Leiðin að mýkt og léttleika - Boðið verður uppá sýnikennslu fyrir almenning í reiðhöllinni í Borgarnesi sunnudaginn 6 apríl kl: 18. Þrír útskrifaðir reiðkennarar frá Háskólanum á Hólum munu sýna leiðina að mýkt og léttleika, þær Christina Mai, Sina Scholz og Sjöfn Sæmundsdóttir. Verð 1000 kr

Nánari kynning á Christinu Mai

Hin þýska Christina Mai hefur haft brennandi áhuga á hestum frá barnsaldri. Hún kynntist íslenska hestinum sem barn í Þýskalandi og byrjaði strax sem unglingur að vinna við reiðkennslu og tamningar. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi í Þýskalandi kom hún til Íslands til að vinna með hesta. Christína hefur meðal annars starfað hjá Reyni Erni Pálmasyni og Jakob Svavari Sigurðssyni. Síðastliðin 6 ár hefur hún starfað við tamningar og reiðkennslu hjá Helgu Thoroddsen og Gunnari Ríkharðssyni á Þingeyrum í Húnavatnsýslu. Vorið 2013 útskrifaðist Christína úr BS námi í reiðmennsku og reiðkennslu frá Háskólanum á Hólum með hæstu einkunn.