mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Leiðin að mýkt og léttleika

4. apríl 2014 kl. 08:00

Sýnikennsla

Leiðin að mýkt og léttleika - Boðið verður uppá sýnikennslu fyrir almenning í reiðhöllinni í Borgarnesi sunnudaginn 6 apríl kl: 18. Þrír útskrifaðir reiðkennarar frá Háskólanum á Hólum munu sýna leiðina að mýkt og léttleika, þær Christina Mai, Sina Scholz og Sjöfn Sæmundsdóttir.

Hér fáum við að kynnast Sinu meira:

Sina er 26 ára þýsk tamningakona sem hefur stundað hestamennsku síðan hún var krakki. Hún byrjaði að ríða út í reiðskóla í þýskalandi á íslenskum hestum og gat ekki hugsa sér að fara á bak öðrum hestakynjum. Hún keppti með góðum árangri í ungmennaflokki og þá sérstaklega í T2. Hún byrjaði að vinna á sumrin á Hrafnsholti hjá Kóka Ólasyni og Samanthu Leidesdorff og þar kendi hún í reiðskóla með skólanum. 2007 eftir að vera útskrifuð sem stúdent ákvað hún að fara til Íslands og læra meira um tamningar og þjálfun íslenska hestsins. En síðan hefur hún starfað einnig við tamningar og þjálfun hrossa á Íslandi og lokið námi við Háskólann á Hólum.

Meðal annars vann og lærði hún hjá Guðmundi Björgvinssyni og Evu Dyröy á Kirkjubæ og Ingólfshvoli, Sigurði Óla Kristinssyni og Birnu Káradóttur á Fákshólum, Þórarni Eymundssyni á Saurbæ og Sauðárkróki og Einari Öder og Svanhvít Kristjánsdóttur á Halakoti. Í námsferlinu á Hólum hlaut hún Morgunblaðsskeifuna og reiðmennsku verðlaun FT árið 2010 og tamningabikarinn árið 2012. Síðast liðið sumar útskrifaðist hún sem reiðkennari frá Háskólanum á Hólum.

Sina starfar núna með þjálfun og tamningar á Hvoli í Ölfusi og kennir í Þýskalandi þegar tíminn leyfir.