sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Leggur áherslu á miðlun og fræðslu til ræktenda

20. janúar 2015 kl. 14:12

Þorvaldur Kristjánsson

Dr. Þorvaldur Kristjánsson, nýr landsráðunautur í hrossarækt, í viðtali.

,,Ég ætla að reyna að gera vel í miðlun og fræðslu til ræktenda, en það er jafnframt áherslumál RML. Ég hef ferðast um landið í tengslum við unghrossamat og það er einn af hápunktum þeirra ferða að hitta ræktendur og ræða mál hrossaræktarinnar. Bein samskipti sem slík eru mikilvæg og skemmtileg,” segir dr. Þorvaldur Kristjánsson, nýráðin landsráðunautur í hrossarækt.

Góður rómur var gerður að erindi dr. Þorvaldar um samband byggingar og hæfileika sem haldinn var á fimmtudaginn síðasta. Þar kynnti hann niður niðurstöður doktorsverkefnis síns, sem nefnist Ganghæfni íslenskra hrossa – Áhrif sköpulags og breytileika í DMRT3 erfðavísinum.

Dr. Þorvaldur Kristjánsson er í ítarlegu viðtali í 1. tbl. Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.