föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Laus staða ritstjóra

28. maí 2015 kl. 18:30

Umsóknarfrestur er til og með 7. júní.

Eiðfaxi auglýsir lausa stöðu ritstjóra.

Starfið felur í sér umsjón með útgáfu blaðsins á íslensku, ensku og þýsku og vefsíðu blaðsins. Við leitum að skipulögðum og metnaðarfullum einstaklingi með góða samskiptahæfni.

Helstu verkefni:

  • Að bera ábyrgð á efni og útgáfu blaðsins.
  • Skipulagning verkefna og eftirfylgni.
  • Almenn ritstörf.
  • Samskipti við lesendur.

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af blaðamennsku og fjölmiðlun.
  • Mjög góð kunnátta í íslensku.
  • Þekking á ensku og þýsku máli kostur.

Umsóknarfrestur er til og með 7. júní. Starfsferilsskrá og kynningarbréf þarf að fylgja umsókn.

Umsóknir sendist á umsokn@eidfaxi.is.