þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Laus staða reiðkennara

26. júní 2014 kl. 14:18

Hólaskóli

Háskólinn á Hólum

Auglýst er til umsóknar staða reiðkennara við Háskólann á Hólum Um er að ræða 100% starf sem felst aðallega í reiðkennslu nemenda í BS námi við hestafræðideild. Hluti starfsins er fólginn í þjálfun á hestakosti skólans auk rannsókna- og þróunarvinnu.

 

Hæfni og menntunarkröfur

Reiðkennaramenntun og reynsla af reiðkennslu, keppni og sýningum. Umsókn skal fylgja afrit af prófskírteinum og ferilskrá. 

Launakjör samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við ríkið. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. 

 

Vinsamlegast sendið umsóknir til Háskólans á Hólum, 551 Sauðárkróki eða á netfangið umsoknir@holar.is fyrir 18. júlí 2014. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í ágúst. 

 

Nánari upplýsingar veita Sveinn Ragnarsson deildarstjóri í síma 861-1128 eða Mette Mannseth í síma 898-8876. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.