þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Laus pláss í þjálfun

8. ágúst 2014 kl. 13:32

Hólaskóli

Háskólinn á Hólum.

Hólaskóli hefur um árabil átt gott samstarf við hrossaeigendur um allt land, um að senda skólanum hross til tamningar og þjálfunar, sem 2. árs nemar við hestafræðideild annast undir handleiðslu reiðkennara skólans.

 

Nú er leitað eftir hrossum í vinnuna á haustönn 2014.  Önninni er skipt upp í tvö tímabil, og stendur hið fyrra frá 25. ágúst til 18. október, en hið síðara frá 20. október til 13. desember.

 

Kallað er eftir hrossum í þjálfun á fyrra tímabili haustannar, 26. ágúst til 19. október:

 

Þjálfun. Fyrir (meira) tamin hross á 5. -12. vetri af öllu tagi en þó eru ekki tekin gölluð hross eða hættuleg (s.s. hrekkir, rokur, slægð, húslestir). Við komuna á staðinn þurfa þau að vera í lágmarksþjálfun. Viðfangsefni námskeiðsins er alhliða þjálfun reiðhests með áherslu á bætta svörun ábendinga, jafnvægi, hreyfingar og rými á öllum gangtegundum.

Forkröfur: Hrossin þurfa að vera heilbrigð og laus við galla, svo sem slægð, hrekki, húslesti eða áberandi viðkvæmni eða kaldlyndi.

Hross sem koma í  þjálfun skulu vera í þjálfun, og járnuð.

 

Opnað verður fyrir pantanir í grunnþjálfun (síðara tímabil) í september. Forkröfur fyrir grunnþjálfun eru að hrossin séu frumtamin.

 

Kostnaður - fyrir allt viðkomandi tímabil (ber ekki virðisaukaskatt), er kr.75.000. 

Innifalið: Allt uppihald, auk járninga (ef við á) og ormalyfsgjafar. Þeim sem hafa hug á að koma að hrossum í eitthvert þessara námskeiða, er bent á að leggja inn pöntun sem allra fyrst. Pantanir skulu skráðar í þetta eyðublað hér.