föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Laus pláss í þjálfun við Hólaskóla

26. september 2012 kl. 16:23

Laus pláss í þjálfun við Hólaskóla

Vakin er athygli hesteigenda á því að enn eru nokkur pláss laus fyrir hross í grunnþjálfun og þjálfun á seinni hluta haustannar 2012 í frétt á vef Háskólans á Hólum og er þar gert grein fyrir forkröfum og þjálfunin útskýrð:

Grunnþjálfun. Megináhersla er lögð á að gera hrossin góð í beisli, þjálfa samspil hvetjandi og hamlandi ábendinga, sem og gangsetningu. Enn frekari uppbygging þreks, jafvægis og vilja.
Forkröfur: Grunnþjálfunin er framhald frumtamningar. Trippin skulu vera vel reiðfær utan dyra og teymast vel með manni.
Grunnþjálfun er í boði  frá 2. nóvember til 15. desember.

Þjálfun. Fyrir (meira) tamin hross á 5. -12. vetri af öllu tagi en þó eru ekki tekin gölluð hross eða hættuleg (s.s. hrekkir, rokur, slægð, húslestir). Við komuna á staðinn þurfa þau að vera í lágmarksþjálfun. Þessi áfangi er alhliða þjálfun reiðhests með áherslu á bætta svörun ábendinga, jafnvægi, hreyfingar og rými á öllum gangtegundum.
Forkröfur: Hrossin þurfa að vera heilbrigð og laus við galla, svo sem slægð, hrekki, húslesti eða áberandi viðkvæmni eða kaldlyndi.
Þjálfun er í boði frá 27. október til 15. desember.

Við komuna í Hóla skulu hrossin skulu skilyrðislaust vera járnuð og í þjálfun.

Kostnaður - fyrir allt viðkomandi tímabil (ber ekki virðisaukaskatt), er kr. 55.000.

Innifalið: Allt uppihald, auk járninga (ef við á) og ormalyfsgjafar. Þeim sem hafa hug á að koma hrossum að í annað hvort þessara námskeiða, er bent á að leggja inn umsókn sem allra fyrst. Umsóknir skulu skráðar í þetta eyðublað.

Í nóvember verður opnað fyrir umsóknir vegna frumtamningar og þjálfunar á vorönn,“ segir í fréttinni.