þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Laus pláss á bogfiminámskeið

10. febrúar 2015 kl. 14:42

Pettra er farsæl bogfimireiðkona sem lærði bogfimi á hestum og hugmyndafræði þess í Mongólíu.

Hestabogfimiskyttan Pettra Engeländer miðlar þekkingu sinni.

Örfá sæti laus eru á hestabogfiminámskeið sem fer fram í apríl samkvæmt tilkynningu:

"Bogfimisetrið (www.bogfimisetrid.is) stendur fyrir helganámskeið í hestabogfimi nk. apríl og eru örfá pláss laus fyrir áhugafólk að taka þátt. Námskeiðin verða haldin í Reiðhöllinni hjá Eldhestum helgarnar 10.-12.04. og 17.-19.04.2015. Hægt er að mæta með eiginn hest eða fá hest lánaðan fyrir námskeiðið. Kennarinn er Pettra Engeländer, sem er ein af bestu alþjóðlegum hestabogaskyttum. Námskeiðargjald er ÍSK 65.000,-. Áhorfendur eru einnig hjartanlega velkomnir! Skráningin fyrir námskeiðin fer fram á icehorsearchery@gmail.com  og ítarlegar upplýsingar um námskeiðin má finna á Facebook undir "Iceland Horseback Archery". "