laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Laumast á bak við tjöldin

20. febrúar 2014 kl. 10:25

Heimsbikarmótið World Toelt fer fram um helgina. Þar koma fram margir af færustu keppnishrossum og reiðmönnum Evrópu.

Útsending frá World Toelt um helgina.

Heimsbikarmótið innanhús, World Toelt, fer fram í Óðinsvéum í Danmörku um helgina. Líkt og fyrri ár heldur hópur Íslendinga utan til að fylgjast með mótinu, sem löngum hefur verið talið eitt af hápunktum íþróttaársins. Þar koma fram margir af kunnustu reiðsnillingum Evrópu, þaulreyndir hestar og aðrar vonarstjörnur. Listi yfir keppendur má nálgast hér að neðan.

Þeir sem sitja heima geta þó fylgst með mótinu í gegnum beina útsendingu á netinu á heimasíðu þess. Fyrir 200 danskar krónur má horfa á mótið frá byrjun til enda, sendar verða út þættir með hápunktum mótsins eftir hvern dag, auk þess að hafa aðgang að útsendingunni í tvo mánuði eftir að mótinu lýkur. Þeir sem vilja fá nasaþef af veislu helgarinnar geta laumast til að horfa á æfingu keppenda í kvöld kl. 18-22 á staðartíma (kl. 17-21 á íslenskum tíma).

Við hjá Eiðfaxa verðum að sjálfsögðu með lifandi fréttaflutning af mótinu frá upphafi til enda. Dagskráin hefst kl. 8 í fyrramálið.

Dagskrá mótsins má nálgast hér.