laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Laugardagsfjör í reiðhöllinni

28. júní 2012 kl. 20:20

Laugardagsfjör í reiðhöllinni

Stjórn Landmóts hefur ákveðið að færa tónlistarviðburð sem átti að vera í Laugardalshöllinni á laugardagskvöld inn á mótssvæði landsmóts í Víðidal í Reykjavík að er fram kemur í tilkynningu: 

"Það verður því mikið líf og fjör á laugardagskvöldinu í Reiðhöllinni þar sem frábærir skemmtikraftar ætla að halda uppi stemmningu að góðum landsmótssið. Helgi Björns og Reiðmenn vindanna stíga á stokk, Páll Óskar tekur lagið og fleiri listamenn ætla að skemmta hestamönnum. 
Skemmtunin er opin öllum gestum landsmóts, en ekki verður selt sérstaklega inn á hana."