miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Laufskálaréttir næstu helgi

25. september 2012 kl. 10:12

Laufskálaréttir næstu helgi

Laufskálaréttir verða þann 29. september

“Þrátt fyrir ótíð og ýmsar hrakfarir hjá sauðfjárbændum í Skagafirði undanfarið halda hrossabændur í fyrrum Hóla- og Viðvíkurhreppi áætlun hvað Laufskálaréttir varða.

Halldór Steingrímsson bóndi á Brimnesi og fjallskilastjóri í fyrrum Hóla- og Viðvíkurhreppi segir að búist sé við fjölda gesta sem ætli sér að taka þátt í rekstri stóðsins til réttar og eru allir velkomnir að gleðjast með bændum á þessum degi. Það eina sem fólk þarf að gera er að vera mætt með reiðhestinn sinn við Laufskálarétt eða við hesthúsið Ástungu klukkan 10 á laugardagsmorguninn en þaðan er riðið upp í Kolbeinsdal. Réttarstörf hefjast svo klukkan eitt,” segir í frétt frá Leiðbeiningarmiðstöðinni á Sauðárkróki.