sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Laufskálarétt verður laugardaginn 28. september

22. ágúst 2013 kl. 15:00

Stóðréttir eru ávallt vinsælar hjá hestamönnum.

Listi yfir stóðréttir haustið 2013.

Nú fer að líða að haustinu og margir farnir að huga að stóðréttum. 

Listi yfir stóðréttir haustið 2013 hefur nú verið birtur á vef Bændasamtakanna, bondi.is. Ólafur R. Dýrmundsson ráðunautur sá um samantekt listans og Freyr Rögnvaldsson blaðamaður var honum til halds og trausts. Listann og frétt tengda honum má lesa hér

 Í fréttinni á vef Bændasamtakanna er einnig óskað eftir viðbótum og leiðréttingum á listanum, ef um slíkt er að ræða.

Hér fyrir neðan koma helstu stóðréttir haustið 2013 en þeim er raðað niður eftir tímasetningu. 

Stóðréttir haustið 2013 

Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V. - Hún.laugardag 7. sept. kl. 9
Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag.laugardag 14. sept.
Staðarrétt í Skagafirði.laugardag 14. sept.
Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag.sunnudag 15. sept. 
Skrapatungurétt í A.-Hún.sunnudag 15. sept. kl. 11
Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún.Ekki ljóst
Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún.Ekki ljóst
Árhólarétt í Unadal, Skag.föstudag 27. sept. kl. 13
Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag.laugardag 28. sept.
Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún.Ekki ljóst
Deildardalsrétt í Skagafirðilaugardagur 5. okt.
Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf.Ekki ljóst
Flókadalsrétt, Fljótum, Skag.Ekki ljóst
Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún.laugardag 5. okt. kl. 10
Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveitlaugardag 12. okt. kl. 10
Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveitlaugardag 12. okt. kl. 13
Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún.Ekki ljóst