miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Laufskálarétt um helgina

28. september 2012 kl. 11:12

Laufskálarétt um helgina

Laufskálaréttir eru um helgina. Fjörið hefst í kvöld með gleðistund í Reiðhöllinni Svaðastöðum kl. 20.30 að er fram kemur í frétt frá Skagfirði.  

 
"Þar verða flottir stóðhestar og fínar hryssur, fimm knapar og hestar keppa til úrslita í tölti og hópur vekringa rennur í gegnum höllina á flugandi skeiði og inn á milli verður slegið á létta strengi. Réttarstörf hefjast svo kl. 13 á morgun, laugardag, að aflokinni smölun í Kolbeinsdal, en fjöldi fólks tekur alltaf þátt í því ævintýri. Fjölmennasti dansleikur ársins fer svo fram í Reiðhöllinni á laugardagskvöldið og þar spilar hljómsveitin Von fyrir dansi ásamt landsliði söngvara. 
Skagfirðingar taka Laufskálaréttargestum opnum örmum."