mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Laufskálarétt á næsta leyti

13. september 2013 kl. 09:31

Stóðréttir eru ávallt vinsælar hjá hestamönnum.

Maður er manns gaman.

Laufskálaréttarhelgin nálgast með allri sinni dýrð. Fjörðið hefst í Svaðastaðahöllinni á föstudagskvöldið, 27. sept., með gæðingum, gríni og söng. Stóðið er síðan rekið til réttar undir hádegi á laugardag og réttarstörf hefjast kl. 13:00 og þá þurfa allir að vera mættir til þess að upplifa einstaka stemningu; heimreksturinn úr réttinni er svo kapítuli út af fyrir sig, kjötsúpa á öðrum hvorum bæ og gleðin við völd. Síðast en ekki síst er svo stórdansleikur í Reiðhöllinni Svaðastöðum á laugardagskvöldið.