sunnudagur, 25. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Laufskálarétt í Skagafirði

8. september 2012 kl. 00:26

Laufskálarétt í Skagafirði

Það styttist óðum í Laufskálarétt, sem verður haldin laugardaginn 29 sept. n.k.
 
Föstudagskvöldið 28. sept. verður sýning í Reiðhöllinni Svaðastöðum að venju og verður þar margt til að gleðja augað s.s. töltkeppni, stóðhestakynning og skeiðkeppni í gegnum höllina.Vegleg verðlaun eru í boði í skeiðinu; sigurvegarinn fær kr. 60.000.- annað sætið gefur 25.000.- og þriðja sætið kr. 15.000.-. Það verður kátt í höllinni þetta kvöld. Einnig verða skeiðkappreiðar á vellinum við reiðhöllina og hefjast þær kl. 16:00 á föstudaginn. Keppt verður í 150m og 250m skeiði. Tekið er við skráningu á fjola@krokur.is