fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lárus nýr formaður

8. nóvember 2014 kl. 10:09

Lárus Ástmar Hannesson.

Stefán afþakkaði framboð til stjórnar.

Lárus Ástmar Hannesson er nýr formaður Landssambands hestamannafélaga. Hann hlaut 88 atkvæði gegn 62 atkvæðum Stefáns Ármannssonar á framhaldsþingi LH sem fer nú fram í Laugardal. Auðir seðlar voru 4 talsins.

Í þakkarræðu sinni sló Lárus á létta strengi með Stefáni meðframbjóðanda sínum: "Landsmótið verður á Kaldármelum!" Stefáni bauðst að vera frambjóðandi til stjórnar LH en hann afþakkaði.