þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Langbrókarmótið

5. júní 2014 kl. 09:10

Keppt í alls konar greinum

Hestamannafélagið Hörður stendur fyrir öflugu félagsstarfi almennt og eru vorin oft undirlögð í skemmtunum af hinum ýmsum toga.

Miðvikudaginn 28.mai hélt kvennadeildin Harðar-konur sitt árlega Langbrókarmót og tóku þátt um 60 hressar stelpur í félaginu, lagt var af stað frá Skiphól neðan við hverfið og riðið sem leið lá að Varmadal en húsráðendur þar eru svo elskuleg að veita kvennadeildinni aðgang að vellinum sínum, túnum ofl á hverju ári. Þar var keppt í Lulli, ( afar hægu skeiði ) Brölti ( brokktölti ) og síðan skeifnakasti og pokahlaupi síðan var riðið heim og grillað með Harðarkörlum í og við reiðhöll félagsins í dásamlegur vorveðri.

Lullkeppni.
1.sæti Ragnheiður Þorvaldsdóttir
2.sæti S. Katarína Guðmundsdóttir
3.sæti Katrín Sif Ragnarsdóttir

Bröltkeppni.
1.sæti Sveinfríður Ólafsdóttir
2.sæti Ragnheiður Þorvaldsdóttir
3.sæti Jórunn Magnúsdóttir

Skeifnakast.
Auður Sigurðardóttir

Pokahlaup.
Þórdís Þorleifsdóttir