miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Langbrókarmót í Varmadal

4. júní 2015 kl. 10:30

Keppt í brölti, lulli, skeifnakasti og pokahlaupi.

Hestamannafélagið Hörður stendur fyrir svokölluðu Langbrókarmóti föstudaginn 5. júní.

"Nú er komið að því, Langbrókin leggur af stað um kl 18:30 frá Skiphól við vaðið neðst í hesthúsahverfinu og við ríðum upp að Varmadal þar sem við getum sleppt hestunum á túnið, þá hefst keppni í Brölti, Lulli, skeifnakasti og pokahlaupi að hætti Valkyrja Harðar. Þemað er SKRAUTLEGT!

Eftir mótið liggur leiðin heim í reiðhöllina okkar þar sem við munum grilla með karlafélaginu 8villtum:
Verð fyrir grillmat 2000 kr - Hver sér um eigin vökvun :) Í fyrra vorum við 65 konur sem skemmtum okkur saman! Komdu og vertu með," segir í tilkynningu frá kvennadeild Harðar.