föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Landsþingi frestað

18. október 2014 kl. 18:40

Frá Landsþinginu í dag.

Stjórn LH segir af sér.

Landsþingi LH var frestað til 8. nóvember. Ástæða þess er óvænt afsögn formanns Landsambandsins, Haraldar Þórarinssonar, og allrar stjórnar LH, sem tilkynnti afsögn sína í kjölfari.

Umdeild tillaga hestamannafélaga í Skagafirði var samþykkt á þinginu með 84 atkvæðum gegn 67. Í tillögunni er því beint til stjórnar LH að koma fram af heiðarleika og standa við þá ákvörðun sem tekin var að loknu formlegu umsóknarferli um staðarval Landsmótsins 2016, og ljúki samningaviðræðum ef hægt er við Gullhyl um mótið.

Stjórn LH mun reka sambandið fram til 8. nóvember með stuðningi formanna hestamannafélaga. Kjörnefnd mun auglýsa eftir framboðum til nýrrar stjórnar.