mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Landsþing hestamanna 2012 haldið í Reykjavík

17. september 2012 kl. 16:18

Haraldur Þórarinsson

Haraldur Þórarinsson, formaður LH, vill ekkert gefa uppi um það hvort hann gefur kost á sér áfram.

Landsþing Landssambands hestamannafélaga verður haldið á Hotel Natura í Reykjavík 19. október. Frestur til að skila inn tillögum fyrir þingið er til 20.september. Dagskrá þingsins og tillögur fyrir Landsþing verður birtar á vef LH tveimur vikum fyrir þingið.

Öll stjórn LH er í kjöri á þinginu. Haraldur Þórarinsson, formaður samtakanna, gaf það út eftir síðasta kjör að hann myndi ekki gefa kost á sér til formennsku aftur. Samkvæmt heimildum Hestablaðsins eru þó margir sem hvetja hann óspart til að gefa kost á sér áfram. Haraldur vildi ekkert gefa upp um afstöðu sína þegar Hestablaðið hafði samband við hann.