sunnudagur, 16. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Landsþing að hefjast

22. október 2010 kl. 13:58

Landsþing að hefjast

Landsþing LH er að hefjast en fyrsti dagskrárliður er þingsetning formanns Haralds Þórarinssonar...

Þingið er haldið í Brekkuskóla á Akureyri og er þingsalurinn ágætlega rúmgóður og fer vel um þingfulltrúa. Þetta verður pappírslítið eða pappírslaust þing sem er nýung hjá okkur hestamönnum og hafa allir þingfulltrúar aðgang að þráðlausri nettengingu skólans. Þetta fellur í góðan jarðveg, enda eru fartðlvur hér á mörgum borðum.
Eiðfaxi er á þinginu og mun reyna af fremsta megni að færa gestum eiðfaxa.is fréttir meðan þær eru ennþá nýjar.
Velkomin á þing!