mánudagur, 17. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Landsmótsstemning í Þjóðólfshaga-

27. mars 2010 kl. 11:53

Landsmótsstemning í Þjóðólfshaga-

„Hér eru hross á öllum stigum, bæði ung og efnileg og eldri reyndari hross“ segir Sigurður Sigurðarson í Þjóðólfshaga þegar hann er spurður um hestana í hesthúsi sínu.

„Stefnan er tekin á kynbótasýninguna, gæðingakeppnina, töltið og kappreiðarnar á Landsmótinu á Vindheimamelum. Þar get ég m.a. nefnt Drífu frá Hafsteinsstöðum, Freyði frá sama bæ og Spá frá Skíðbakka 1. Kjarnorka frá Kálfholti er á járnum og verður henni væntanlega stillt upp í B-flokk og tölt. Djáknarsdóttirin Blæja frá Lýtingsstöðum er efnileg klárhryssa sem og Þorradóttirin Hera frá Stakkhamri“. Sigurður segir A-flokkinn enn óráðinn, en hugsanlega kemur hann með öflugt leynivopn þar. „Það skýrist þegar vorar“.

„Hvað kynbótahrossin varðar þá er ég með nokkrar efnilegar 4 vetra hryssur sem mun koma betur í ljós með þegar á líður, en þær hryssur eru til að mynda undan Akki frá Brautarholti, Eldjárni frá Tjaldhólum, Þóroddi frá Þóroddsstöðum og fleiri góðum hestum“ segir Sigurður Sigurðarson og greinilegt er að landsmótsstemming er komin í Þjóðólfshaga.