föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Landsmótssigurvegari á ný mið

3. desember 2014 kl. 14:38

Ás frá Skriðulandi og Gústaf Ásgeir Hinriksson fagna sigri í ungmennaflokki á Landsmóti 2014.

Margir gæðingarnir sem kvöddu fósturjörðina í ár.

Margir gæðingarnir hafa verið seldir í ár og í þeim hópi er Ás frá Skriðulandi. Hann er þekktastur fyrir afrek sín í ungmennaflokki þetta árið. Hann og knapi hans þá, Gústaf Ásgeir Hinriksson, sigruðu Landsmótið í ungmennaflokki. 

Ás hefur nú verið seldur til Noregs en hann fór utan um miðjan nóvember.

Ás er 13 vetra undan Stæl frá Miðkoti og Freystingu frá Akureyri, en bæði hafa þau getið sér gott orð fyrir að gefa af sér væn keppnishross.