fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Landsmótssigurvegari fallinn

odinn@eidfaxi.is
11. október 2014 kl. 18:12

Ör frá Seljabrekku er hæst dæmda dóttir Kringlu.

Var lang efst eftir forkeppni í B-flokki gæðinga á Landsmótinu á Melgerðismelum með einkunnina 8,96.

Þegar farið er yfir 1.verðlauna hross sem fallið hafa á árinu kemur fram að gæðingurinn Kringla frá Kringlumýri hafi fallið fyrri hluta ársins.

Í B-flokki gæðinga á Landsmótinu á Melgerðismelum 1998 stóð hún lang efst með einkunnina 8,96 en hún halut sinn hæsta kynbótadóm árið 1997 8,07 í aðaleinkunn og þar af 8,59 fyrir kosti. Hæsta einkunn hennar var 9,5 fyrir tölt og fegurð í reið, en 9,0 fyrir brokk, stökk og vilja.

Alls átti hún 11 afkvæmi og 9 þeirra eru sýnd. Hæst dæmdur af þeim er Kjarni frá Þjóðólfshaga með 8,30 í aðaleinkunn og 1.verðlaun fyrir afkvæmi. Hæst dæmda dóttir hennar er Ör frá Seljabrekku með 8,29 í aðaleinkunn.