miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Landsmótssigurvegarar og gæðingamæður

26. desember 2014 kl. 10:00

Brigða frá Brautarholti stendur efst eftir dóma morgunsins.

Undir hvern fóru þær?

Gæðingsefni eru í vinnslu, svo mikið er víst. Eiðfaxi fór á stúfanna og kannaði undir hvaða hesta hátt dæmdar hryssur fóru í sumar.

Brigða frá Brautarholti var önnur í flokki 7 vetra hryssa og eldri. Kolka er gamma gæðingur með 10 fyrir skeið og 9.5 fyrir brokk. Hún hefur hlotið 9.04 fyrir hæfileika. Brigðu var haldið undir Arion frá Eystra-Fróðholti en Arion þarf vart að kynna hann var hæst dæmdi stóðhesturinn í ár og sigraði 7 vetra og eldri flokkinn á Landsmótinu. Hann hlaut í ár m.a. 10 fyrir hægt tölt og 10 fyrir tölt. Afkvæmi Arions og Brigðu yrði með 128,5 í aðaleinkunn kynbótamats. Hæst myndi það fá fyrir vilja og geðslag (127,5) fegurð í reið (125) og skeið (124). 

Spá frá Eystra-Fróðholti er systir Arions en hún sigraði flokk 6 vetra hryssa á LM2012 í Reykjavík. Spá er með hvorki meira né minna en 9.03 fyrir hæfileika. Hún hefur hlotið 9.5 fyrir tölt, fet og vilja og geðslag. Spá var haldið undir Hrafn frá Efri-Rauðalæk í sumar. Hrafn hefur hlotið 8.73 fyrir kosti og var hann þriðji í flokki 6 vetra stóðhesta á Landsmótinu í sumar. Afkvæmi þeirra yrði með 122 stig í kynbótamati samkvæmt valpörun WorldFengs. Hæst yrði það fyrir vilja og geðslag (122). 


Spá frá Eystra-Fróðholti

 

Stelpa frá Meðalfelli er móðir Spuna frá Vesturkoti, hæst dæmda stóðhests í heimi og tvöfaldur Landsmótssigurvegari. STelpu var haldið undir Arð frá Brautarholti. Arður hefur holtið fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og er frægasta afkvæmi hans eflaust Díva frá Álfhólum. Afkvæmi þeirra Stelpu og Arðs hlýtur 124,5 í kynbótadómi efst er það fyrir vilja (123,5) og tölt (119,5).

 

 

Elding frá Lambanesi er móðir Hersis frá Lambanesi en Hersir sigraði fjagra vetra flokk stóðhesta á FM Vesturlands og var annar í flokki 5 vetra stóðhesta á LM á Hellu. Elding á tvö fyrstu verðlauna afkvæmi, Hersi og Vissu. Eldingu var haldið undir Konsert frá Hofi en hann sigraði fjögurra vetra flokkinn á Landsmótinu í sumar og sló heimsmet. Afkvæmi þeirra Eldingar og Konserts er með 119,5 í kynbótamati samkvæmt valpörun WorldFengs en það hlýtur hæst fyrir fegurð í reið (119), vilja og geðslag (119) og tölt (117).


Elding frá Lambanesi Mynd:http://lambanes.internet.is/birnatr.internet.is/page15/index.html