fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Landsmótssigur á stefnuskránni

3. apríl 2015 kl. 17:00

Sómi frá Hólabaki, undan Ómi frá Kvistum, er sammæðra hinum litfagra Sigri frá Hólabaki. Tryggvi segir Sóma efni í mikinn gæðing.

Bindur vonir við Sóma Sigursbróður.

Tryggvi Björnsson á Blönduósi er nú með um 30 hross í þjálfun, mest unghross. „Ég er óskaplega hrifinn af nokkrum þeirra, t.a.m. Sóma frá Hólabaki, undan Óm frá Kvistum. Hann er sammæðra Sigri frá Hólabaki. Einnig bind ég vonir við Sváfni frá Geitaskarði, Stálason. Svo eru önnur að þróast vel og ég veit að það kemur alltaf eitthvað á óvart.“ Hins vegar fer drjúg orka í þjálfun og undirbúning keppnistímabilsins. „Ég vil tefla Blæ frá Miðsitju í íþróttakeppni í ár, bæði í fimmgang og A-flokk. Í framhaldinu stefnum við á A-flokks sigur á Landsmóti á Hólum,“ segir Tryggvi í léttum tón.

Viðtal við Tryggva Björnsson má nálgast í 3. tbl. Eiðfaxa. Lesa má blaðið hér á rafrænu formi. Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is