fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Landsmótsknapar á skilorði

26. október 2011 kl. 13:19

Stangamél með einjárnungi með tunguboga.

Sláandi niðurstöður áverkaskoðana á LM2011

Knapar á LM2011 riðu á skilorði í úrslitum. Þetta kom fram á stjórnarfundi hjá Landssambandi hestamanna þar sem Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma, kynnti niðurstöður úr áverkaskoðunum á Landsmótinu.

Samkvæmt heimildum Hestablaðsins voru niðurstöðurnar sláandi. Fimmtíu hross af 338 í gæðingakeppni mótsins, þar með talinn ungmennaflokkur, voru með áverka á tannlausa bilinu í neðri góm, sem í flestum tilfellum eru raktir til þrýstings frá stangamélum með tunguboga. Fimmtán af þessum fimmtíu voru með annars stigs áverka, en þeir eru kvarðaðir í þremur stigum. Hesti með þriðja stigs áverka er vísað úr keppni.

Tekið skal fram að áverkar á þessu svæði hafa ekki verið skoðaðir áður í eftirliti á Landsmótum og eru, eftir því sem næst verður komist, ekki skoðaðir í eftirliti á heimsmeistaramótum. Því hefur verið haldið á lofti að áverkar í munni keppnishrossa séu mun minni hjá þeim sem riðið er við stangir. En raunveruleikinn virðist þó allt annar þegar betur er að gáð.

Svo virðist sem þaulreyndir knapar hafi ekki áttað sig á að hestar þeirra voru með annars stigs áverka í munni. Að minnsta kosti einum hesti var vísað úr keppni á LM2011 og nokkrir knapar fengu að keppa  á "skilorði" ef þeir breyttu um beislabúnað.

Von er á skýrlslu á næstu vikum þar sem niðurstöður úr áverkaskoðnunum verða kynntar.