laugardagur, 23. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Landsmótsjól

12. desember 2011 kl. 10:57

Landsmótsjól

Landsmót hestamanna stendur fyrir mögnuðum jólaleik á vef sínum. Þeir sem kaupa miða á Landsmót 2012 á vefnum fyrir 23. desember komast í pottinn. Eins og fyrir síðasta landsmót, verður sérstakur afsláttur í boði fyrir félagsmenn í LH og BÍ og einnig fá N1 korthafar 1.000 kr afslátt. Það þýðir að nú er hægt að kaupa vikupassa á 10.000 krónur en fullt verð er 18.000 kr.

 
Vinningarnir eru ekki af verri endanum: flug fyrir tvo til/frá Evrópu með Icelandair, gisting fyrir tvo á Icelandair Hotels, Mountain Horse vetrarúlpa frá Líflandi, gjafabréf í leikhús, bensíninneign frá N1, gjafabréf í Kringluna og landsmótsmiði endurgreiddur. Svo það er sannarlega til mikils að vinna!
 
Á skrifstofu Landsmóts er einnig hægt að kaupa gjafabréf fyrir miða á Landsmót sem er vitanlega tilvalið í jólapakka hestamannsins! Hafið samband í síma 514 4030 eða með tölvupósti á netfangið lh@isi.is.
 
Að lokum minnir Landsmót á DVD diskana frá mótinu í sumar á Vindheimamelum sem nú fara að koma úr framleiðslu. Gefinn verður út annars vegar DVD með hápunktum Landsmóts og hins vegar kynbótahross á Landsmóti. Þetta er gríðarlega mikið efni og frábær heimild um gott mót norður í Skagafirði í sumar. Hápunktarnir munu kosta kr. 5.000 og kynbótadiskurinn kr. 8.000. Þarna er komin önnur hugmynd að frábærri gjöf í jólapakka hestamannsins!
 
Vefsíða Landsmóts