laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Landsmótsblaðið komið út

28. júlí 2014 kl. 12:30

Konsert frá Hofi prýðir forsíðu Eiðfaxa að þessu sinni. Knapi hans er Agnar Þór Magnússon.

7. tölublað Eiðfaxa berst áskrifendum í vikunni.

Sjöunda tölublað Eiðfaxa er komið út.

Um þúsund hross komu fram á Landsmóti hestamanna sem fór fram í byrjun mánaðarins. Slegin voru einkunnamet á kynbótabrautinni og í gæðingakeppninni, Íslandsmet og heimsmet í kappreiðum. Eiðfaxi gerir hátíðinni góð skil í blaðinu.

Í tölublaðinu má nálgast viðtal við Frans Goetschalckx frá Belgíu. Frans vissi ekkert um tilveru íslenska hestakynsins fyrir áratug, en er nú eigandi tveggja stjarna mótsins. Önnur þeirra, Konsert frá Hofi, prýðir forsíðu blaðsins.

Áskrifendur geta lesið blaðið í tölvutækuformi með því að smella hér, en það mun berast inn um lúguna síðar í vikunni.

Hægt er að panta áskrift í síma 511 6622 eða í gegnum tölvupóstfangið eidfaxi@eidfaxi.is.