fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Landsmótið í Reykjavík í Hestablaðinu

25. júlí 2012 kl. 17:04

Jón Pétur Ólafsson, eigandi og ræktandi Fróða frá Staðartungu, og knapinn Sigurður Sigurðarson, eru í viðtali í Hestablaðinu.

LM2012 er í brennidepli í Hestablaðinu sem kemur út á morgun, fimmtudaginn 26. júlí. Jón Pétur, Siggi Sig, Einar Öder og fleiri í viðtali.

Í Hestablaðinu, sem kemur út á morgun, fimmtudaginn 26. júlí, er efni frá LM2012 brennidepli. Rætt er við Jón Pétur Ólafsson, eiganda og ræktanda Fróða frá Staðartungu, Landsmótssigurvegara í A flokki gæðinga, og knapann á hestinum á LM2012, Sigurð Sigurðarson.

Einar Öder Magnússon er einnig í viðtali, en hann sigraði B flokk gæðinga á stóðhesti sínum Glóðafeyki frá Halakoti.

Sigursteinn Sumarliðason, sem klófesti Landsmótsbikarinn í tölti annað Landsmótið í röð á Ölfu frá Blesastöðum 1a, segir frá því hvernig þennan mikla gæðing rak á fjörur hans og hvernig honum var innanbrjósts þegar beðið var eftir úrslitum.

Umsagnir ráðunauta um afkvæmi stóðhestanna sem sýndir voru til heiðurs- og fyrstu verðlauna fyrir afkvæmi á LM2012 eru birtar með myndum.

Aðal oddvitar hestamennsku og hrossaræktar á Íslandi, Haraldur Þórarinsson, formaður LH og Landsmóts ehf., og Kristinn Guðnason, formaður fagráðs í hrossarækt og Félags hrossabænda, eru spurðir í þaula um LM2012 og framtíð Landsmótanna.

Jón Björnsson, hestamaður á Akureyri segir að Landsmótið í Reykjavík hafi fyrst og fremst verið atvinnumanna Landsmót. Hann veltir því fyrir sér hvort ekki sé rétt að kanna grundvöll fyrir stórmóti áhugamanna á landsvísu.

Þetta og margt fleyria í Hestablaðinu sem kemur út á morgun. Hægt er að kaupa áskrift í síma 511-6622