miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Landsmótið 1974 markaði tímamót

18. janúar 2011 kl. 13:44

Síða frá Sauðárkróki. Sveinn Guðmundsson heldur í hryssuna.

Síða frá Sauðárkróki í aðalhlutverki

Landsmótið 1974 markaði tímamót í ræktun íslenskra hrossa. Þar komu fram stóðhestarnir Hrafn frá Holtsmúla, Ófeigur frá Hvanneyri og Náttfari frá Ytra-Dalsgerði. Síða frá Sauðárkróki var þó í aðalhlutverki. Hún var efst afkvæmahryssna, sonur hennar Sörli var í öðru sæti stóðhesta með afkvæmum, hann er faðir Náttfara frá Ytra-Dalsgerði, sem var aðal stjarna mótsins, og Perlu frá Hóli, sem var efst fjögra vetra hryssna. Dætur Síðu, Hrafnkatla og Hrafnhetta slógu í gegn í elsta flokki hryssna. Topphryssur á LM1974 eru í ÚTTEKT í Hestablaðinu, Hestar og hestamenn, sem kemur út á fimmtudaginn.