sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Landsmót tekur lán

12. febrúar 2015 kl. 14:15

Frá opnunarhátíð Landsmóts 2014.

Staða Landsmóts ehf. er verri en búist var við.

Stjórn Landsmóts hestamanna ehf. hefur ákveðið að taka lán til að mæta neikvæðri niðurstöðu Landsmóts 2014.  Staða félagsins er heldur verri en búist hafði verið við og taka verður lánið til að standa í skilum við skuldunauta.

Landsmót 2014 hefur ekki staðið undir kostnaði þrátt fyrir að gestafjöldi hafi náð áætluðum núllpunkti. Getur það gefið vísbendingu um veikan rekstrargrundvöll fyrir viðburðinum eins og staðið hefur verið að honum undanfarið.

Samkvæmt upplýsingum Eiðfaxa reynist frestun Landsmótsins árið 2010 þó enn vera aðalástæða tapreksturs félagsins. Búist er við að ársreikningur þess fyrir árið 2014, sem kemur út á næstu vikum, muni skýra betur stöðu Landsmóts ehf.

Stjórn Landssambands hestamannafélaga vinnur nú að undirbúningi að ráðstefnu um framtíð Landsmóta þar sem hestamenn frá tækifæri til að velta uppi möguleikum viðburðarins, sem jafnan er talinn vera stærsta hátíð hestamanna á Íslandi.