mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Landsmót og Norðurlandamót

1. janúar 2015 kl. 10:00

Teitur Árnason og Tumi frá Borgarhóli fagna sigri

Sumar - Annáll 2014

Sumartíminn er háannatími hestamanna, bæði þeirra sem sækja mót og þeirra sem fara í hestaferðir. Þetta gerðist á liðnu sumri:

  • Landsmót hestamanna fór fram á Hellu. Vonsku veður sett svip sinn á mótið en mikið votvirði var alla vikuna. Erfiðar aðstæður voru fyrir hross og menn og þurfti að fresta kynbótasýningum einn daginn.
  • Þrátt fyrir þetta var Landsmótið mikið metamót en tvö heimsmet voru sett í flokki fjagra vetra. Stóðhesturinn Konsert frá Hofi sett heimsmet í flokki stóðhesta og Hamingja frá Hellubæ í flokki hryssna.
  • Tímar í skeiði voru með besta móti en tvö Íslandsmet voru sett í sumar í 150m. og 250m. skeiði. Einnig var heimsmetið í 250m. slegið.
  • Loki frá Selfossi sigraði B flokk gæðinga og Spuni frá Vesturkoti A flokkinn. Stormur og Árni Björn tóku með sér heim tölthornið.
  • Íslandsmótið gekk vel en vallaraðstæður voru þar með besta móti. Nýtt efni var sett í völlinni og eru margir sammála því að þetta sé það sem koma skal.
  • Árni Björn og Stormur bættu enn einni rósinni í hnappagatið en þeir sigruðu töltið á Íslandsmótinu í þriðja sinn.
  • Vilmundur frá Feti var Sleipnisbikarhafi ársins.
  • FEIF Youth Cup var haldið á Hólum í Hjaltadal
  • Íslendingur, Aníta Margrét Aradóttir, keppti í fyrsta sinn í Mongol Derby en það er ein hættulegasta kappreið heims.
  • Norðurlandamótið var haldið í Herning. Íslendingar hrepptu sex gullverðlaun á mótinu í tölti, samanlögðum fjórgangsgreinum, A flokki gæðinga, B flokki gæðinga ungmenna, slaktaumatölti ungmenna og 250m. skeiði.