miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Landsmót hestamanna í golfi

5. september 2013 kl. 13:00

Góðgerðarmót haldið af Feng ehf. og Hrossarækt.is

Landsmót hestamanna í golfi fer fram nú á föstudaginn eða þann 6 september á Strandarvelli við Hellu. Allur ágóði mótsins rennur óskiptur til góðgerðamála. 

18 fyrirtækji geta tryggt sér þátttökurétt í mótinu. Hvert fyrirtæki mætir með 2 spilara í sitt holl og verður þeim svo úthlutaðir 2 aðrir spilarar. Úthlutaðir spilarar koma úr röðum landsliðsmanna í hestaíþróttum og þjóðþekktra einstaklinga. Að móti loknu verður boðið til glæsilegs kvöldverðar í klúbbhúsi. Þar verða veitt verðlaun og haldið uppboð. 

Gestgjafar verða þau Einar Öder Magnússon og Telma Tómasson.

Einar og Telmu þarf ekki að kynna nánar, en þar sem þau mæta er öruggt að þar er fjör. Þau munu koma til með að fylgjast með keppendum yfir daginn og sjá til þess að leikgleðin skíni úr hverju andliti. Þess má jafnframt geta að gestgjafar hafa alræðisvald og geta beitt keppendum "ýmsum refsingum" ef þeir standa sig ekki...

Thelmaeinar3

Allt um mótið er hægt að finna á www.styrkja.is. Allir hestamenn að taka þátt og leggja góðu málefni lið