laugardagur, 16. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Landsmót hestamanna hlýtur styrk

16. febrúar 2014 kl. 16:00

Merki Landsmóts 2014 á Hellu

Menningarstyrkir til hestamanna og skáta

Menntamálaráðuneytið styrkir Landsmót hestamanna sem verður haldið á Hellu í sumar um 7,5 milljónir króna. Er þetta hæsti styrkurinn í ár og hljótum við hestamenn að fagna þessu.

Á vef mennta- og menningarmálaráðuneystsins segir: 

„Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur úthlutað styrkjum til verkefna er stuðla að faglegri uppbyggingu á sviði menningarmála. Úthlutunin er í samræmi við breytt fyrirkomulag úthlutunar styrkja til félaga, samtaka og lögaðila en Alþingi hefur hætt úthlutun á styrkjum til ýmissa verkefna eins og verið hefur. Alþingi ákvarðar áfram umfang fjárframlaga en úthlutun er í höndum mismunandi ráðuneyta eftir málefnasviðum þeirra. 

Í úthlutun ráðuneytisins var áhersla lögð á verkefni á sviði listgreina, menningararfs og uppbyggingar landsmótsstaða. Mennta- og menningarmálaráðuneyti tók til meðferðar 103 umsóknir þar sem sótt var um styrki alls að fjárhæð 351.789.650 kr.  Alls eru veittir 20 styrkir að þessu sinni.“

Þessir fengur styrk