mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Landsmót: Glæsileg ræktunarbú

17. júní 2011 kl. 12:25

Landsmót: Glæsileg ræktunarbú

Sýningar ræktunarbúa skipa ávallt sérstakan sess í dagskrá Landsmóta og er brekkan jafnan þétt setin á meðan. Gerð hefur verið sú breyting á dagskrá Landsmóts í ár, að ræktunarbússýningarnar hafa verið færðar af fimmtudagskvöldinu yfir á föstudagskvöldið 1. júlí kl. 20.

Að venju er þeim ræktunarbúum sem hlotið hafa viðurkenninguna “Ræktunarbú ársins” árin milli landsmóta, boðið að taka þátt í sýningum ræktunarbúa. Þessi bú eru að þessu sinni þrjú: Auðsholtshjáleiga (2008), Strandarhjáleiga (2009) og Syðri-Gegnishólar (2010) og hafa a.mk. tvö þeirra staðfest komu sína í Skagafjörðinn.

Við kynnum nú til sögunnar fimm fyrstu búin sem staðfest hafa komu sína á Vindheimamela:
Auðsholtshjáleiga
Strandarhjáleiga
Syðri-Vellir (Reynir Aðalsteinsson og fjölskylda)
Varmilækur
Vatnsleysa
 
Aðstandendur þessara búa eru minntir á að senda upplýsingar í mótsskrá fyrir 19. júní á netfangið hilda@landsmot.is.
Það sem fram þarf að koma er:
Umsögn um búið – ræktunarmarkmið, ræktunarlínur, hrossarækt síðan XXXX, áhugaverð hross, o.fl.
Hrossin sem fram koma – IS-númer og nafn, knapi
Upplýsingar – Nafn bús, póstnúmer og staður, vefsíða, netfang, símanúmer og gsm.
Mynd og/eða logo