laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Landsmót 2014

8. febrúar 2010 kl. 10:55

Landsmót 2014

Kæru hestamenn. Nú hefur hestamannafélagið Léttir á Akureyri sótt um að halda landsmót á Akureyri árið 2014.

Á Akureyri er allt sem þarf til að halda frábært landsmót , þ.e. einn og besti og vinsælasti ferðamannabærinn með frábærri afþreyingu og þjónustu fyrir alla. Landsmótssvæðið yrði á keppnissvæði Léttis rétt ofan við bæinn en þar er nægt rými og hesthúsapláss fyrir hross, beitarhólf og tjaldsvæði ásamt frábærum völlum og glæsilegustu og stærstu reiðhöll landsins.

Þarna er hægt að sameina sveitarómantíkina, náttúrufegurðina í nálægð við þægindi og þjónustuna úr bænum ekki ólíkt og á Hellu. Gistirými er nóg ásamt heitu vatni og vatnsklósettum. Léttismenn hafa haldið áður landsmót bæði á Melgerðismelum og eins á Þveráreyrum við Akureyrarflugvöll þannig að hefðin er til staðar.

Eins er beint flug til Akureyrar frá London og Kaupmannahöfn og landsmótssvæðið því aðeins í korters keyrslu frá flugvellinum.

Og að lokum má benda á að Akureyrabær stendur heilshugar á bakvið umsókn Léttismanna og því er tryggður sá kostnaður og uppbygging sem þarf að gera og sú aðstaða mun síðan nýtast hestaíþróttinni daglega næstu árin en ekki grotna niður eins og víða gerist nú.

Hestamenn látum nú af öllu skítkasti og vegum og metum hlutina þannig að þeir haldi áfram að þróast í rétta átt og býð ég ykkur velkomna til Akureyrar 2014 ef það verður fyrir valinu, ef annar staður þykir betri kem ég glaður þangað.
                                                          
Kveðja frá Akureyri,

Baldvin Ari Guðlaugsson.