laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Landsliðið í hestaíþróttum hálfskipað

27. júní 2009 kl. 15:06

Fimm knapar hafa tryggt sér sæti í landsliði Íslands í hestaíþróttum, sem keppa mun á HM2009 í Sviss í ágúst. Þrír í flokki fullorðinna og tveir í flokki ungmenna. Úrtökumót fyrir heimsmeistaramótið fór fram í Víðidal í síðustu viku.

Enginn keppandi náði lágmörkum í 100 m skeiði, gæðingaskeiði, né slaktaumtölti á úrtökunni. Keppandi í 250 m skeiði vinnur sér rétt á kappreiðum utan úrtöku. Að auki á liðstjóri eftir að velja eitt ungmenni og þrjá fullorðna.

Fullskipað telur liðið tíu keppendur Að auki eiga gullverðlaunahafar frá síðasta heimsmeistaramóti þátttökurétt og mega keppa í hvaða grein sem er og velja sér nýjan hest, eða keppa aftur á þeim sama og síðast.

Fjórir íslenskir keppendur unnu heimsmeistaratitil á HM2007: Þórarinn Eymundsson, Beggi Eggertsson, Jóhann Skúlason og Sigursteinn Sumarliðason.

Úrtökukeppnin er tveggja daga mót þar sem farnar eru tvær umferðir, ein sinn hvorn daginn. Meðaleinkunn úr báðum umferðum gildir. Engin úrslit eru riðin.