sunnudagur, 16. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Landsliðið kynnt þann 16. júlí

6. júlí 2012 kl. 13:45

Landsliðið kynnt þann 16. júlí

Norðurlandamótið í hestaíþróttum fer fram dagana 1. – 5. ágúst í Eskilstuna í Svíþjóð. Landslið Íslands er í mótun en fjöldi knapa hefur sótt um að komast í liðið og verður tilkynnt hverjir það verða þann 16. júlí næstkomandi kl. 16:00.

Eins og fram hefur komið verður Hafliði Halldórsson liðsstjóri liðsins en aðstoðarmenn hans og þjálfarar verða þau Hugrún Jóhannsdóttir og Jóhann Rúnar Skúlason. Þetta er reynslumikið fólk sem án efa á eftir að reynast liðinu mjög vel.

Allar upplýsingar um mótið fá finna inná www.nc2012.se