fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Landsliðið kynnt á morgun

18. júlí 2011 kl. 15:08

Landsliðið kynnt á morgun

Íslenska landsliðið í hestaíþróttum verður opinberlega kynnt á morgun, þriðjudaginn 19.júlí kl. 15 í verslun Líflands að Lynghálsi 3.

Landsliðsstjórarnir Hafliði Halldórsson og Einar Öder Magnússon munu þá tilkynna hvaða þrettán knapar munu fara fyrir hönd Íslands til Austurríkis og keppa á Heimsmeistaramótinu sem haldið verður í St. Radegund daganna 1.-7. ágúst nk.

Nú þegar hefur verið upplýst um sjö knapa af þeim þrettán sem munu fara fyrir Íslands hönd til Austurríki. Þrír titilverjendur sæti í landsliðinu, þau Jóhann Skúlason heimsmeistari í tölti, Bergþór Eggertsson heimsmeistara í 250 m skeiði og Rúna Einarsdóttir heimsmeistari samanlagður sigurvegari í fimmgangsgreinum á HM 2009.

Þá hlutu þáttökurétt eftir úrtöku Árni Björn Pálsson á Aris frá Akureyri, Hulda Gústafsdóttir á Kjuða frá Kirkjuferjuhjáleigu, Viðar Ingólfsson á Tuma frá Stóra-Hofi, Eyjólfur Þorsteinsson á Ósk frá Þingnesi,

Hekla Katharína Kristinsdóttir á Gautreki frá Torfastöðum og Teitur Árnason sem fer með Gamm frá Skíðbakka III.