þriðjudagur, 25. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Landsliðið fullmótað

16. júlí 2012 kl. 16:41

Landsliðið fullmótað

Norðurlandamótið í hestaíþróttum verður haldið í Eskilstuna í Svíþjóð dagana 2. – 5. ágúst næstkomandi. Hafliði Halldórsson liðsstjóri hefur ásamt landsliðsnefnd LH, Jóhanni R. Skúlasyni og Hugrúnu Jóhannsdóttir þjálfara, unnið hörðum höndum að undirbúningi liðsins sem nú er orðið fullmótað. 

Liðið er skipað 10 fullorðnum knöpum og 8 ungmennum. Þetta eru ýmist gríðarlega efnilegir knapar eða knapar í fremstu röð í keppnisheiminum í Íslandshestamennskunni. Flestir liðsmenn landsliðsins eru nú þegar haldnir utan til að þjálfa sína hesta en aðrir fara á næstu dögum. Það eru skemmtilegir tímar framundar og við hér heima munum fylgjast vel með okkar fólki etja kappi við sterka keppinauta okkar í Eskilstuna. LH minnir á að hægt verður að kaupa aðgang að beinni útsendingu frá mótinu dagana 4. - 5. ágúst á vefsíðunni www.nc2012.se.  

Fullorðnir Hestur Keppnisgreinar

Agnar Snorri Stefánsson Fengur fra Staagerup F1, T2, P1, P2, PP1
Denni Hauksson Divar från Lindnäs T1, F1, P2, PP1
Eyjólfur Þorsteinsson Losti frá Strandarhjáleigu T1, V1
Guðlaug Marín Guðnadóttir Toppur frá Skarði P1, P2
Hinrik Þór Sigurðsson Andvari från Stenlia T1, F1, P2, PP1
Jón Bjarni Smárason Gaukur frá Kílhrauni V1, T2
Reynir Örn Pálmason Tór frá Auðholtshjáleigu V1, T2
Snorri Dal Viktorius frá Höfn T1, V1
Viðar Ingólfsson Skvísa vom Hrafnsholt V1, T2
Þórður Þorgeirsson Týr frá Auðholtshjáleigu T1, V1

TIL VARA:

Eyjólfur Þorsteinsson B-Moll frá Vindási T1, V1

Ungmenni Hestur Keppnisgreinar

Dagbjört Hjaltadóttir Reynir frá Hólshúsum T1, V1
Elín Rós Sverrisdóttir Hector från Sundsby T1, V1
Flosi Ólafsson Kveikur fra Lian T1, V1
Helena Kroghen Aðalsteinsdóttir Fiðla frá Þingeyrum F1, T2, P2, PP1
Kári Steinsson Spyrnir frá Grund 2 T1, V1
Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir Vordís frá Hofi 1 T1, V1
Stella Sólveig Pálmarsdóttir Svaði frá Reykhólum T1, V1
Teitur Árnason Pá fra Eyfjord T1, F1, P1, P2, PP1

TIL VARA:

Helena Kroghen Aðalsteinsdóttir Silfri frá Litlu-Sandvík T1, V1

LIÐSHESTUR TIL VARA: Dans frá Seljabrekku F1, T2, PP1