miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Landsliðhestar í læknisskoðun

19. júlí 2019 kl. 18:20

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Myndbrot af því þegar hestarnir voru skoðaðir

Eins og öllum er kunnugt um var Íslenska landsliðið í hestaíþróttum tilkynnt síðastliðinn mánudag. Í landsliðinu eru tuttugu og tveir hestar í allt og þar af eru fimm hestar erlendis.

Hestarnir sautján sem eru hér heima á Íslandi verða fluttir út sunnudaginn 28.júlí. Þeim fylgja nokkrir af þeim knöpum sem eru í Íslenska landsliðinu og nokkru áður fara knapar ásamt aðstoðarfólki erlendis og taka á móti hestunum. Þeir landsliðsknapar sem ekki fylgja hestunum fljúga erlendis 31.júlí.

Flogið er með hestanna frá Keflavík til Liege í Belgíu þaðan sem þeir eru fluttir til Berlínar. Þetta er heilmikið ferðalag fyrir hrossin og því er að mörgu að huga þannig að vel fari.

Fyrsta skrefið í átt að útflutningi var stigið í dag þegar landsliðshestarnir fóru í læknisskoðun að Grænhóli í Ölfusi. Það er skemmst frá því að segja að allr hestarnir stóðust læknisskoðun og voru við hestaheilsu.

Blaðamaður Eiðfaxa var á staðnum og má nálgast myndbrot frá deginum með því að smella á vefslóðina hér fyrir neðan.

https://youtu.be/fAbLDJk8bpA