mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Landslið Svíþjóðar tilkynnt

9. júlí 2013 kl. 11:18

Magnús og Hraunar fagna sigri í fimmgangi

Þrír íslendingar í liði Svíðþjóðar sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í Berlín.

Landslið Svíþjóðar er búið að taka á sig mynd en þar eiga þrír íslendingar sæti. Fyrstan ber að nefna Magnús Skúlason, heimsmeistara í fimmgangi en Magnús og Hraunar frá Efri-Rauðalæk munu eflaust reyna verja titil sinn.

Einnig eru þar Vignir Skúlason á Braga frá Kópavogi og Guðmundur Einarsson á Sprota frá Sjávarborg. Tumi frá Stóra-Hofi mun einnig keppa fyrir hönd Svíþjóðar en það er ungmennið Matilda Rolf sem er knapi hans. 

Hér fyrir neðan má sjá liðið í heild sinni og kynbótahrossin sem munu keppa fyrir hönd Svíþjóðar í Berlín:

  • Magnús Skúlason – Hraunar frá Efri-Raudalaek  ( Ríkjandi heimsmeistari )
  • Unn Kroghen Adalsteinsson – Hrafndynur frá Hákoti
  • Gudmundur Einarsson – Sproti frá Sjávarborg
  • Camilla Hed – Thór från Järsta
  • Vignir Jónasson – Bragi frá Kópavogi
  • Caspar Hegardt – Ægir från Skepoargården
  • Josefin Birkebro – Gná från Dahlgården
  • Helen Gustafsson – Borgfjörd vom Wiesengrund
  • Varaknapi:  Maria Berg – Svartur vom Hochwald

Ungmenni
Annie Ivarsdottir – Drifa från Myhre
Felicia Lindblom – Safir vom Lindenhof
Johanna Wingstrand – Herkules fra Pegasus
Matilda Rolf – Tumi frá Stóra-Hofi
Johanna Berg – Medúsa frá Vestri-Leirárgörðum
Varaknapi: Sofia Larsson – Lúsia frá Fosshofi

Kynbótahross

5 vetra stóðhestar: Hrimnir från Valne Gård, 8.26

5 vetra hryssur: Djörfung från Solbacka, 8.57

6 vetra stóðhestar: Mozart från Sundsberg, 8.56.

6 vetra hryssur: Kolskör från Kolungens Gård, 8.33.

Stóðhestar 7 vetra og eldri: Divar från Lindnäs, 8.68

Hryssur 7 vetra og eldri: Fjödur från Stenholmen, 8.51