laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Landslið Íslands á Norðurlandamótið 2010 valið-

17. júlí 2010 kl. 12:48

Landslið Íslands á Norðurlandamótið 2010 valið-

Páll Bragi Hólmarsson landsliðseinvaldur hefur tilkynnt landslið Íslands í hestaíþróttum sem keppir á Norðurlandamóti íslenska hestsins í Finnlandi dagana 4.-8. ágúst.

Liðið er þannig skipað:
Agnar Snorri Stefánsson keppir á Gauki frá Kílhrauni
Denni Hauksson keppir á Venus frá Hockbo
Freyja Amble keppir á Gorm frá Selfossi
Hinrik Þór Sigurðsson keppir á Vakanda frá Holtsmúla
Jóhann Skúlason keppir á Höfða frá Snjallsteinshöfða
Kristján Magnússon keppir á Öldu frá Trengereid
Sigurður V. Matthíasson keppir á Vá frá Vestra-Fíflholti
Snorri Dal keppir á Odd frá Hvolsvelli
UNGMENNI
Arnar Logi Lúthersson keppir á Borða frá Svanavatni
Ásta Björnsdóttir keppir á Hrafni frá Holtsmúla
Bergrún Ingólfsdóttir keppir á Gelli frá Árbakka
Hanna Rún Ingibergsdóttir keppir á Lisu frá Jakobsgarden
Valdimar Bergstað keppir á Vonarneista frá Lynghaga
Sigurður Pálsson keppir á Græði frá Dalbæ
Skúli Þór Jóhannsson keppir á Þór frá Ketu
Ragnheiður Hallgrímsdóttir keppir á Djarf frá Ármót

Landsliðseinvaldi til að aðstoðar er Hugrún Jóhannsdóttir.
Landssamband hestamannafélaga og íslenska landsliðið þakkar styrktaraðilum sínum kærlega fyrir stuðninginn en þeir eru: LÍFLAND, VÍS, ICELANDAIR, ICELANDAIR CARGO og HERTZ.
Heimasíða mótsins er http://www.nc2010.fi/