þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Landslið Bandaríkjanna tilkynnt

8. júlí 2013 kl. 16:14

Ásta Covert og Dynjandi frá Dalvík

Ásta mætir aftur með Dynjanda frá Dalvík.

Tilkynnt hefur verið um hverjir muni keppa keppa fyrir hönd Bandaríkjanna á HM í Berlín í ágúst. Þetta kemur fram á heimasíðu FEIF

 Ferðin er löng bæði fyrir hesta og menn en þeir keppendur sem leggja land undir fót eru Ásta Dögg Bjarndóttir Covert með Dynjanda frá Dalvík, en hún er efst á Worldranking lista FEIF í tölti og númer fjögur í fjórgangi en hún mun keppa í þessum tveim greinum.  

Chrissy Seipholt á Dreka vom Wotanshof mun keppa í slaktaumatölti og fimmgangi, Madison Prestine  verður með Straum frá Enni fyrir hönd ungmenna í fjórgangi og tölti og að lokum Shannon Hughes með Asa frá Millfarm í tölti og fjórgangi.

Liðstjóri bandaríska liðsins er Doug Smith.