fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Landsbankamótaröð Sörla

21. febrúar 2014 kl. 10:46

Anna Björk á Feyki frá Ármóti. Mynd: lhhestar.is

Fyrsta Landsbankamót vetrarins verður haldið laugardaginn 22. febrúar. Hefst það stundvíslega kl. 11.00 að Sörlastöðum í Hafnarfirði.

Mótin eru opin öllum skuldlausum félagsmönnum Sörla.

Dagskrá og keppnisflokkar:
Skeið (100m)
Pollar teymdir (inni í reiðhöll)
Pollar (inni í reiðhöll)
Börn
Unglingar
Ungmenni
Heldri menn/konur
3. flokkur
2. flokkur
1. flokkur
Opinn flokkur

Vegna fjölda áskorana mega keppendur í ungmenna- og fullorðinsflokkum skrá annan hest í opinn flokk auk þess að keppa í sínum flokk en keppendur geta einungis safnað stigum í einum flokk.

Keppt er í tölti á beinni braut. Allir keppendur í sama flokki eru saman á vellinum. Þeir ríða hver á eftir öðrum til dóms. Keppt er annars vegar í hægu tölti og hins vegar frjálsri ferð á tölti (fegurðartölti), eftir fyrirmælum þular. Ef keppendur eru 20 eða færri skráðir í flokk skipar dómari 5 efstu hesta í sæti. Séu keppendur 21 eða fleiri skráðir í flokk velur dómari 10 efstu hesta sem ríða úrslit. Að þeim loknum velur dómari 5 efstu hesta í sæti.
Auk þessa er keppt í 100 m. skeiði. Riðnir tveir sprettir og gildir besti tíminn úr öðrum hvorum sprettinum.


Skráning:
Skráningargjald er það sama og í fyrra kr. 2000 fyrir alla flokka nema polla og skeið sem er kr.1500 krónur.

Skráning fer fram eingöngu fram á www.skraning.is. Athugið að ekki er tekið við skráningum á annan hátt.Skráningu lýkur á miðnætti föstudagskvöld 21. feb.

Keppendur athugið: Keppnisnúmer eru afhent í dómpalli laugardaginn 22. feb. milli kl: 10.30 - 11.00